06.09.1917
Neðri deild: 53. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 489 í C-deild Alþingistíðinda. (2803)

107. mál, merkjalög

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg skal játa það, að jeg hefi ekki glöggvað mig svo á þessu máli, að jeg geti sagt um, hvort það eigi fram að ganga á þessu þingi. En það er varhugavert að flaustra af slíkum málum, sem þetta er. Það væri kann ske rjett, eftir atvikum, að vísa því til stjórnarinnar; hún gæti svo sent það til lögfræðideildar Háskólans. Síðan athugaði stjórnin málið lítils háttar, áður en hún skilaði því aftur til þingsins. Þetta ætti að minsta kosti að geta verið komið I kring fyrir næsta reglulegt þing. Og ekki er óhugsandi, að það yrði tilbúið fyrir næsta þing, hvort sem það verður reglulegt eða óreglulegt.