16.08.1917
Neðri deild: 35. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 519 í C-deild Alþingistíðinda. (2840)

132. mál, kaup í landaurum

Bjarni Jónsson:

Frv. þetta fer ekki fram á breytingu á því, sem löggjafarnir ætluðust til, er laun embættismanna voru ákveðin. Það fer fram á jafnmikla fúlgu lífsnauðsynja eins og þeir ætluðust til að embættismennirnir fengju fyrir laun sín. (G. Sv.: 7000 kr.). Já, ákveðna fúlgu lífsnauðsynja, hvort sem hún kostaði 3000 kr. eða 7000, ætlaðist löggjafinn til að menn fengju fyrir ákveðið starf. Þetta er ekki annað an dæmi í margs konar tölum, að breyta ákveðinni krónutölu í álnatölu. Það á ekki skylt við launabreytingu, því að þótt skift yrði um og reiknað í álnatölu, er ekki sagt, að þau laun hjeldust; þau yrðu að eins á næstu árum hækkuð í álnatali, í stað þess í krónutali. Það er mergurinn mállins. Jeg endurtek það, að þetta er svo einkarljóst, að hver maður skilur það, og þar ræður ekki annað en hugleysi eða skortur á rjettarmeðvitund, ef menn eru á móti því.