06.07.1917
Efri deild: 4. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 629 í C-deild Alþingistíðinda. (2923)

24. mál, sameining Ísafjarðar og Eyrarhrepps

Flm. (Magnús Torfason):

Þetta frv. er flutt samkvæmt beiðni Ísfirðinga og

Eyrhreppinga. Frv. fylgir allítarleg greinargerð og skjöl, er snerta málið, og tel jeg þess vegna óþarft að fara um það mörgum orðum að þessu sinni. Jeg skal að eins geta þess, að Ísafjörður var upphaflega hluti úr Eyrarhreppi. Því sambandi var slitið árið 1866, að beggja vilja. Var sú breyting næsta eðlileg þá, því að sveitin og bærinn áttu ekkert mál sameiginlegt nema fátækrabyrðarnar einar. Auk þess var svo háttað sveitarstjórn í þá daga, að hreppstjóri stýrði einn sveitarmálum, og var þess ekki von, að bærinn gæti tætt við slíka stjórn.

Nú er farið fram á, að hreppurinn og bærinn renni aftur saman, og er sú breyting jafneðlileg og skiftingin var áður. Báðir, sveitarmenn og bæjarbúar, sjá, að skiftingin hefir orðið til stórtjóns og muni verða til óbætanlegs skaðræðis eftirleiðis, ef ekki er við sjeð. Báðir sjá, að sammálin eru orðin bæði mörg og mikilvæg. Og báðir sjá, að sameiningin muni auka þeim afl og þor og þrótt til allra nytsamlegra framkvæmda. Því hefir samhugur þeirra aukist ár frá ári, enda er mál þetta stutt af yfirgnæfandi afli atkvæða, jafnt hreppsbúa sem bæjarbúa, án tillits til flokkaskiftinga í hjeraði.

Að svo mæltu óska jeg þess, að málið mætti ganga til 2. umr, og verði síðan vísað til allsherjarnefndar.