18.07.1917
Neðri deild: 13. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 719 í B-deild Alþingistíðinda. (294)

7. mál, laun hreppstjóra og aukatekjur

Hákon Kristófersson:

Jeg vildi að eins mega leiðrjetta misskilning, sem mjer fanst kenna hjá háttv. framsm. (M. G.).

Hann sagði, að jeg hefði slegið föstu, að uppboðin færu ekki fram úr 100 kr. Jeg sagði, að þau væru langflest undir 100 kr., og býst jeg við að leiða mætti rök að því. Verð jeg því að álíta, að mín ályktun standi óhrakin. Jeg vil í engan máta gera lítið úr hans skoðun um ferðakostnaðinn, en jeg þekki hreppa á Breiðafirði, þar sem hreppstjórinn þarf að fara alt á sjó, er hann ferðast sem hreppstjóri. Ef hann þarf nú í hvert skifti að manna út bát með fjórum mönnum, leiðir það af líkum, að 1 kr. fyrir hverja 5 km. er ekki nægileg borgun fyrir tilkostnað þann, er hann þarf að hafa.