17.08.1917
Neðri deild: 36. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 674 í C-deild Alþingistíðinda. (2967)

86. mál, innheimta og meðferð á kirknafé

Forsætisráðherra (J. M.):

Þó að frv. þetta sje stutt og þýðingarlítið, er samt rjettara að vísa því til nefndar, því að það fer fram á ótakmarkaða ábyrgð, sem annars er ekki venja að veita sjóðum, þótt ábyrgð þessi sje hins vegar þýðingarlítil. Jeg veit ekki, hvort nokkurn tíma hefir orðið að bæta tjón, sem sjóðurinn hefir orðið fyrir. Hjer er farið fram á, að landssjóður ábyrgist að nokkru leyti kirkjur, sem hann nú er laus við. Það er því tillaga mín, að málinu verði vísað til mentamálanefndar; þar var það í Ed.