20.07.1917
Neðri deild: 15. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 724 í B-deild Alþingistíðinda. (300)

7. mál, laun hreppstjóra og aukatekjur

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Jeg tók það áðan fram, að jeg vildi heyra rök hv. þm. Barð. (H. K.),áður en jeg talaði um brtt. hans. Nú hefi jeg heyrt þau. En af því, að nefndin hefir ekki átt kost á að athuga brtt. eða rök þessi, óska jeg, að málið verði tekið út af dagskrá, til þess að allsherjarnefndin geti athugað hvorttveggja. Annars býst jeg við, að nefndin geti fallist á brtt.