25.08.1917
Efri deild: 39. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 866 í C-deild Alþingistíðinda. (3182)

53. mál, stimpilgjald

Eggert Pálsson:

Jeg skal að eins nefna eitt dæmi til sönnunar því, að hjer geti verið um allmiklar tekjur að ræða. Eins og mönnum er kunnugt hefir verið í ráði að selja Frökkum 10 togara. Sennilega mundi hver togari seldur á ½ miljón, eða nálægt því. Söluverðið yrði þá alls um 5 miljónir króna. Samkv. 4. gr. frv. yrði stimpilgjald af þeirri upphæð ½%, samtals 25,000 kr. En, eins og fyrirkomulagið er nú, getur landssjóður ekki haft neinar tekjur af sölunni. Jeg get þessa aðeins til að sýna fram á, að stimpilgjald gæti gefið landssjóði talsverðar tekjur í sínum tilfellum.