16.07.1917
Neðri deild: 11. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 734 í B-deild Alþingistíðinda. (320)

8. mál, almennur ellistyrkur

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Eins og nál. á þgskj. 61 ber með sjer hefir allsherjarnefnd komist að þeirri niðurstöðu, að rjett sje að samþykkja frv. óbreytt. Hið eina, sem kom til tals í nefndinni gegn frv., er að það leggur aukin útgjöld á landssjóð, og sumum nefndarmönnum þótti vafasamt, hvort rjett væri að auka landssjóðnum útgjöld, eins og nú standa sakir, en bæði var það, að nefndarmenn vonuðu, að þetta ástand stæði ekki lengi, og auk þess bæri nauðsyn til að efla sem mest ellistyrktarsjóðina. Það varð því ofan á í nefndinni að ráða háttv. deild til að samþykkja frv. óbreytt.