16.07.1917
Neðri deild: 11. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 967 í C-deild Alþingistíðinda. (3299)

56. mál, einkasala á sementi

Þorsteinn Jónsson:

Það lítur næstum út fyrir hjer í deildinni, að menni vilji láta landsstjórnina fá einokun á sem flestum vörutegundum. Jeg hefi ekkert á móti, að landsstjórnin hefði einkasölu á einstaka vörutegundum, og álit þá mjög heppilegt að byrja á steinolíunni; aftur álít jeg hreint ekki heppilegt að hefja neinn berserksgang með landssjóðseinokun.

Sement er síst vel fallið til, að landsstjórnin hefði einkasölu á því. Auðvitað mál er það, að nauðsynlegt er, að menn fari sem mest að byggja úr steinsteypu, en það getur orðið jafnt fyrir því, þótt landsstjórnin taki ekki að sjer einkasölu á sementinu.

Ef einkasala á mörgum vörutegundum væri lögleidd nú þegar, gæti það spilt fyrir framgangi einkasölumálsins, og þó einkum ef byrjað væri á vörutegundum, er hætta væri á að landið biði halla af.