27.07.1917
Neðri deild: 19. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 974 í C-deild Alþingistíðinda. (3317)

84. mál, forkaupsréttur leiguliða o. fl.

Pjetur Jónsson:

Eins og kunnugt er er tilgangur laganna um sölu þjóðjarða og kirkjujarða ekki sá að farga eignum landssjóðs, heldur er það tilgangurinn að auka sjálfsábúð í landinu. Því að alment mun það vera viðurkent, að æskilegast sje, að jarðir sjeu annaðhvort í sjálfsábúð eða þá almenningseign. Það opinbera getur altaf sjeð um, að þær jarðir komist í sjálfsábúð, sem það hefir eignarrjett á. Til þess eru þjóðjarðasölulögin. Hjer er komið fram frv., sem gengur í sömu átt, og hefi jeg því ekki nema gott eitt um það að segja. En jeg vildi að eins benda á það, hvort þetta atriði, sem frv. fjallar um, ætti ekki frekar heima í lögum um sölu þjóðjarða og kirkjujarða heldur en í lögum um forkaupsrjett leiguliða. Þetta er að eins bending til nefndarinnar, sem væntanlega fær þelta frv. til meðferðar. Vildi jeg mælast til, að hún tæki það til íhugunar, hvort ekki mætti skeyta þetta frv. við lögin um þjóðjarðasölu, frekaren forkaupsrjettarlögin.