14.07.1917
Neðri deild: 10. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1034 í C-deild Alþingistíðinda. (3404)

45. mál, erfðaábúð

Einar Arnórsson:

Jeg get náttúrlega þakkað háttv. 1. þm. S.-M. (Sv. Ó.) fyrir það traust, sem hann sýnir allsherjarnefndinni, en jeg býst nú samt við, að rjettara sje að láta málið ganga til landbúnaðarnefndar. Það mun alment litið svo á, sem þetta sje fyrst og fremst landbúnaðarmál. (S. S.: Það á að ganga til lögfræðinganna í allsherjarnefnd). Það er rjett hjá háttv. samþingism. mínum (S. S.), að gott væri að hafa lögfræðing með í ráðum, en hans gæti landbúnaðarnefndin aflað sjer, t. d. með því að bæta við 2 mönnum í þessu sjerstaka máli. Það er tryggara, því að í þessu frv. koma ýms lagaatriði til greina. Það er svo komið, að allsherjarnefnd er búin að fá nokkuð mikið af málum til athugunar, og veit jeg ekki, hvort henni vinst tími til að afgreiða fleiri í góðu horfi. Það væri því betra, vegna vinnubragða, að landbúnaðarnefndin tæki að sjer málið, og henni gæfist þá kostur á að „supplera“ sig, sem kallað er.