16.07.1917
Neðri deild: 11. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1041 í C-deild Alþingistíðinda. (3419)

58. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Flm. (Matthías Ólafsson):

Jeg bendi háttv. þm. S.-Þ. (P. J.) á, að engu ósanngjarnara væri að láta sveitarfjelög greiða starfrækslu póstafgreiðslustöðva og brjefhirðingu heldur en símastöðvanna, og væri jafnvel sanngjarnara, þar sem póstmálin bera sig miður fjárhagslega en símamálin. Hjer er því um auðsæja ósanngirni að ræða, ef þessi breyting gengur eigi fram.

Að öðru leyti get jeg fallist á, að málinu sje vísað til samgöngumálanefndar.