04.08.1917
Neðri deild: 25. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1052 í C-deild Alþingistíðinda. (3428)

58. mál, ritsíma- og talsímakerfi

Frsm. (Þórarinn Jónsson):

Háttv. þm. V.-Ísf. (M. Ó.) mintist á, að nefndin hefði komist að þeirri niðurstöðu, að rjettlátt væri, að símasjóður kostaði allan rekstur símans. Þetta er að vísu rjett, en nú stendur til að leggja mikið af nýjum símalínum, og þær veiða svo dýrar, að ekki er hægt að fullnægja þessu rjettlæti sem stendur. Það er óhugsandi, að ekki líði nokkuð langur tími þangað til þær línur verða borgaðar, með tekjuafgangi, sem nú er. Afleiðingin er sú, að ekki er hægt að ganga lengra í þá átt, að síminn borgi allan rekstrarkostnað, fyr en þetta er komið í kring. Hv. þm. V.-Ísf. (M. Ó.) segir ef til vill, að taka megi nýtt lán, en það er ekki árennilegt, eins og sakir standa, og betra að vinna að sínu. Síminn ber sig vel sem stendur, en útgjöldin verða líka mikil, (M. Ó.: Það þarf nýjar línur, og tekjuafgangurinn gengur til þess).

Það þarf líka að fjölga þráðum á línunum, og er það alveg bráðnausynlegt. Og til þess þarf mikið fje.

Það er öðru máli að gegna með síma- eða póststöðvar, sem háttv. 2. þm. S. M. (B. St.) var að bera saman. Það er áreiðanlegt, að not hlutaðeigandi hreppa af símanum eru meiri, því að hreppsbúar geta oft komist hjá löngum og dýrum ferðalögum vegna símans. Þessi not eru þess virði, að hrepparnir leggi eitthvað á sig, til að verða þeirra aðnjótandi. Þessi stórkostlegi hagnaður og not, sem hrepparnir hafa af símanum, er orsökin til þess, að þeir borga fyrir að fá síma Annars skal jeg ekki deila við hv. þm. (B. St.) um þetta, því að það er alveg þýðingarlaust