18.08.1917
Efri deild: 34. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1087 í C-deild Alþingistíðinda. (3465)

81. mál, varnarþing í einkamálum

Eggert Pálsson:

Mig langar til að minnast á þetta frv. með fáeinum orðum.

Geri jeg að sjálfsögðu ráð fyrir, að mál þetta komist í nefnd í þessari hv. deild, en jeg vildi leyfa mjer að vekja athygli þeirrar hv. nefndar á því, að ástæða er til að íhuga það vandlega. Þetta mál hefir áður komið fyrir þingið og þá fallið, eða ekki verið afgreitt, og mun það hafa verið sökum þess, að mönnum hefir þótt viðurhlutamikið að afnema hinn forna rjett manna til þess að verja mál sín, önnur en skuldamál, heima í sinni eigin þinghá.

Annars má geta þess, að eftir því, sem nú hefir verið skýrt frá, þá komst þetta mál aðallega fyrir slysni í gegnum hv. Nd., án þess að meiri hluti væri í raun og veru með því.