20.07.1917
Neðri deild: 15. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 765 í B-deild Alþingistíðinda. (351)

13. mál, einkasöluheimild landsstjórnarinnar á steinolíu

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Það voru að eins örfá orð, sem jeg vildi segja, út af því, að háttv. þm. N.-Þ. (B. Sv.) hjelt því fram, að óvíst væri, að landssjóður tæki að sjer einkasölu á steinolíu fyr en einhvern tíma síðar meir. Jeg tók það fram við 2. umr. þessa máls, að bein tilætlun nefndarinnar hefði verið, að landssjóður tæki að sjer einkasöluna hið fyrsta að hægt væri, en þó ekki fyr en stríðið væri á enda.