09.08.1917
Neðri deild: 29. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1130 í C-deild Alþingistíðinda. (3523)

134. mál, veðurathugunarstöð í Reykjavík

Magnús Guðmundsson:

Jeg stend að eins upp til þess að beina þeirri fyrirspurn til hv. flutningsmanna, hvað þeir hafa hugsað sjer kostnaðinn háan við framkvæmd þessa frv. til að byrja með. Það gefur að skilja, að það atriði hefir talsvert að segja.

Í annan stað, hvað hafa þeir hugsað forstjóranum og aðstoðarmanni hans há laun?

Í þriðja lagi, í 5. gr. frv. er gert ráð fyrir því, að landssjóður kosti áhöldin, en þóknun til veðurathugunarmanna er ætlast til að tekin verði úr sveitarsjóðum eða bæjarsjóðum. Nú vil jeg spyrja, á þá bæjarsjóður Reykjavíkur að greiða laun starfsmanna við stöðina í Reykjavík, þ. e. forstjóra og aðstoðarmanns hans? Jeg hjelt fyrst, að tilætlunin væri sú, að þeim yrðu greidd laun úr landssjóði, en eftir 5. gr. frv. sýnist mjer, sem bæjarsjóður Reykjavíkur muni eiga að greiða þeim laun.