15.09.1917
Neðri deild: 61. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1157 í C-deild Alþingistíðinda. (3555)

188. mál, kjötþurkun

Einar Arnórsson:

Mig furðar stórlega, að jafnskynsamur maður og hv. þm. V.-Sk. (G.Sv.) talar svo óviturlega, að það hafi ekki neina þýðingu að hafa skilmerkilega lýsingu á fyrirtækinu. Það er annars vani í öllum öðrum málum, að menn fái, sjer þær upplýsingar, sem unt er, en afgreiði ekki málin í blindni. Það getur kann ske verið góð regla að gera hlutina eins og að ganga í svefni, en maður getur þá líka hrapað.

Um hitt er jeg ekki í nokkrum vafa, að þetta komi í bága við almenna löggjöf um einkaleyfi. Þetta er hvergi gert nema hjer. Hvort hv. þm. V.-Sk. (G.Sv.) kallar leyfið, patent“ eða „koncession“ skiftir engu. Það er eigi nafnið, heldur kjarni málsins, sem öllu skiftir.