11.08.1917
Neðri deild: 31. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1231 í C-deild Alþingistíðinda. (3610)

152. mál, landsspítalamálið

Forsætisráðherra (J. M):

Jeg hef ef til vill litið offljótlega á till. háttv. fjárveitinganefndar, en mjer skilst svo, sem þar sje gert ráð fyrir því, að þessi aukaundirbúningur muni standa í 4 ár; ef svo er, þá mun varla að búast við miklum tillögum frá fyrirhugaðri milliþinganefnd fyrir næsta þing.

Það, sem jeg hefi við till. að athuga, er, að mjer finst nefndin gera ráð fyrir alt oflitlum kostnaði, nema því að eins, að það sje ákveðið fyrirfram, hverjir eigi að sitja í þessari nefnd, og þeir hafi áður lýst yfir því, að þeir ætluðu að vinna kauplaust. Og mjer finst sannarlega engin ástæða til, að landið biðji sjer þannig lagaðra gjafa af mönnum. Jeg er annars sammála hv. þm. Stranda. (M.P.), að þetta beri að athuga betur til 2. umr. Málið er ágætismál og snertir alla þjóðina, en þótt svo sje, er ekki ástæða til, að menn vinni að því endurgjaldslaust.