05.09.1917
Efri deild: 48. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1263 í C-deild Alþingistíðinda. (3641)

173. mál, skólahald næsta vetur

Atvinnumálaráðherra (S.J.):

Jeg get stutt till. hv. 1. landsk. þm. (H.H.) um að vísa málinu til nefndar. Jafnframt leyfi jeg mjer að taka það fram, að nú er orðið nokkuð áliðið fyrir menn utan af landi til þess að fá að vita, hvort skólar verði opnir í vetur, sjerstaklega í Reykjavík. Væri því æskilegt, ef væntanleg nefnd gæti skilað áliti sínu á morgun. Menn hafa ýtt undir stjórnina að vinda bráðan bug að þessu máli og skera sem fyrst úr, hvort hún lætur loka skólum í vetur. Er því ekki nema sanngjarnt, að þingið hraði þessu máli einnig.