27.08.1917
Neðri deild: 44. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1283 í C-deild Alþingistíðinda. (3665)

155. mál, rannsókn hafnarstaða

Björn Stefánsson:

Hæstv. atvinnumálaráðherra gat þess, að enn væri enginn fenginn til að leysa þessa rannsókn hafnarstaða af hendi. Jeg á erfitt með að trúa, að svo væri, ef stjórnin hefði gert sjer verulegt far um að útvega mann. Jeg er hræddur um, að stjórnin hafi tekið ofmikið tillit til hv. þm. S. Þ. (P. J.) um þetta mál á þinginu í vetur; á honum var ekki annað að heyra en að hjer væri um algerðan hjegóma að ræða. Jeg mótmælti ekki orðum hans þá, taldi þetta ofljóst mál til þess, að þess þyrfti með, og datt ekki annað í hug en að stjórnin vissi betur, svo að henni dytti ekki í hug að taka þessi ummæli hv. þm. S.-Þ. (P.J.) til greina. Hæstv. ráðherra (S.J.) sagði, að von væri um, að byrjað yrði í haust. Jeg hefi ekki trú á, að svo verði, ef stjórnin gengur ekki betur að því að sjá fyrir mönnum en hún hefir gert. Jeg tel þingsál.till. ekki fullnægt nema annar maður sje útvegaður nú þegar til vara, ef Kirk, verkfræðingur, skyldi bregðast. Og þess vil jeg síðastra orða hvetja stjórnina til, að hún láti ekkert, sem í hennar valdi stendur, ógert, til þess að þetta mál komist sem fyrst í framkvæmd.