13.09.1917
Neðri deild: 59. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1300 í C-deild Alþingistíðinda. (3676)

182. mál, flutningsgjald á landssjóðsvörum

Fyrirspyrjandi (Stefán Stefánsson):

Síðari hluti dagskrárinnar á að skiljast svo, að jeg treysti stjórninni til að hafa ekki mismunandi taxta fyrir sömu ferð sama skipsins. (Atvinnumálaráðherra: Hvar hefir það átt sjer stað?). Mjer heyrðist ekki betur en að hæstv. atvinnumálaráðh. hafi verið að skýra frá því áðan, að svo hefði það verið í Botníuförinni. (Atvinnumálaráðherra: Svo hefir aldrei verið um landssjóðsvörur, og hjer er ekki um aðrar vörur að ræða, eftirfyrirspurninni). Taxtinn á að vera sá hinn sami á öllum vörum, hvort sem landssjóður eða einstakir kaupmenn eiga þær.

(Atvinnumálaráðherra: Hvar stendur það skrifað?). Það stendur skrifað meðal annars í rjettlætismeðvitund hjá hverjum óspiltum manni, æðri sem lægri.