06.08.1917
Efri deild: 23. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1335 í C-deild Alþingistíðinda. (3703)

100. mál, úthlutun landsverslunarvara

Atvinnumálaráðherra (S.J.):

Það er rjett til getið hjá hv. þm. Ak. (M.K.), að nokkrar pantanir — líklega miklar — koma til stjórnarráðsins. En um málið er það að segja, að það er í smiðum samningur milli eigenda olíunnar og landsstjórnarinnar um úthlutunina, og hefi jeg bestu vonir um, að samningurinn takist á þá lund, að vel megi við una, þótt meira væri pantað en steinolíufjelagið gæti uppfylt, og mun mest farið eftir tillögum stjórnarráðsins um þetta. (M.K.: Jeg er ánægður, ef það reynist svo í framkvæmdinni).