01.08.1917
Neðri deild: 22. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2328 í B-deild Alþingistíðinda. (3725)

Fjárhagsatriði þingmála

Forseti:

Áður en gengið er til dagskrár vildi jeg vekja athygli háttv. þm. á 16. gr. þingskapanna, síðari málsgrein, er svo hljóðar:

»Nú er borið upp frumvarp eða þingsályktun, sem fer fram á aukin útgjöld úr landssjóði, og er því máli vísað í nefnd, og skal þá sú nefnd, ef hún ætlar að mæla með frumvarpinu eða tillögunni, leita álits fjárveitinganefndarinnar um fjárhagsatriðið í málinu; skal fjárveitinganefnd í stuttu máli láta uppi álit sitt með eða móti, og skal það álit fylgja nefndarálitinu«.

Jafnframt vil jeg benda á, að hentugast er, að álit fjárveitinganefndar sje ritað á sjálft nefndarálitið, svo að það geti fylgt með í prentuninni.