27.07.1917
Efri deild: 16. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2330 í B-deild Alþingistíðinda. (3730)

Fráfall Skúla S. Thoroddsens, alþm.

Forseti:

Jeg vil skýra háttv. deild frá því, að á morgun fer fram jarðarför hins framliðna þingbróður vors, Skúla Thoroddsens,

Jarðarförin hefst kl. 12, og á að aka líkkistunni hingað í Alþingishúsið, en hjer verður sunginn sálmurinn: »Hærra minn guð til þín.« En að ósk móður hins látna verða engin minningarorð töluð hjer í þinghúsinu, en að eins sunginn sálmurinn.

Skólabræður hins látna bera hann úr þinghúsinu að kirkjunni, en yfirdómsmálaflutningsmenn bera hann í kirkju, en forsetar og varaforsetar þingsins bera hann úr kirkjunni.