15.09.1917
Efri deild: 59. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2336 í B-deild Alþingistíðinda. (3742)

Starfslok deilda

Forseti:

Háttv. þingbræður! Þá er lokið störfum þessarar hæstv. deildar að þessu sinni. Jeg býst við, að Alþingi verði slitið, á sameiginlegum fundi beggja deilda, á mánudaginn. Vil jeg leyfa mjer að láta þess getið áður en jeg slít þessum síðasta fundi, að hæstv. Ed. hefir átt með sjer að þessu sinni 59 fundi alls.

Stjórnin lagði fyrir Ed. 10 frv.

Þingmenn báru fram í Ed. 26 frv.

Frá Nd. voru lögð fyrir Ed. 49 frv.

Alls voru til meðferðar í Ed. 85 frv.

Þar af voru afgreidd:

Lög frá Ed. 32

Frv. feld eða vísað frá 12

— ekki útrædd 5

— endursend Nd. og hlutu þar

úrslit 36

Þingsályktanir bornar fram í Ed. 5

— frá Nd. 12

— alls til meðferðar í Ed. 17

Þar af afgreiddar til landsstjórnar 13

Feld 1

Afgreidd til Sþ. 1

Ekki útrædd l

Um skipun nefndar 1

Fjöldi mála, sem legið hefir fyrir Ed.,

er því:

Frumvörp 85

Þingsályktanir 17

Fyrirspurn 1

Alls 103 mál

»Vinnubrögð Ed. hafa að þessu sinni veri𫠗 segir skrifstofustjóri — »prýðisgóð að vöxtum og framkvæmd, sem þakka má ágætum vinnubrögðum fastanefnda, röggsamri og vakandi stjórn og því, að málin hafa tafarlaust verið tekin á dagskrá hve nær sem kostur var á«.

En alt orkar tvímælis, sem gert er, og svo mun fara um gerðir þessa þings. En þó hygg jeg, að það muni aldrei orka tvímælis, að efri deild Alþingis hefir nú á þessu þingi hagað öllum störfum sínum, orðum og gerðum svo hyggilega og drengilega, að það getur ekki brugðist: Þjóðin hlýtur að sjá, að þessi hæstv. deild Alþingis hefir með ráðdeild sinni og röggsemi á þessu þingi boðað nýja tíma og betri tíma, boðað umbætur á mörgu því, sem löggjafarþingi þjóðarinnar hefir verið lagt til miska.

Alt mitt starf hefir verið svo hægt og ánægjulegt, að jeg verð að lýsa innilegu þakklæti mínu til allra háttv. þingdm. fyrir alla þeirra prúðmannlegu og þinglegu framkomu á öllum þingfundum.

Hjer skiljast fundir. Jeg óska ykkur, háttv., þingbræður, góðrar heimkomu. Jeg óska ykkur tírs og tíma, ykkur til farsældar, þjóðinni til gagns og sóma!