15.09.1917
Neðri deild: 62. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2338 í B-deild Alþingistíðinda. (3745)

Starfslok deilda

Forseti:

Þá liggur eigi annað fyrir en að skýra frá störfum deildarinnar.

Alls hafa verið haldnir 62 fundir.

Til meðferðar hafa verið tekin 167 mál:

Frumvörp 133.

Þingályktunartillögur 30.

Fyrirspurnir 4.

I. Frumvörp:

a. Stjórnarfrumvörp lögð fyrir Nd. 14

b. Þingmannafrv. borin fram í Nd. 87

c. Frumvörp komin frá Ed. 32

Alls 133

Þar af

lög afgr. til landstjórnarinnar frá Nd. 32 frv.

afgr. til Ed. og Sþ. 35

— feld 22

— vísað til stjórnarinnar 5

— vikið frá (með dagskrá) 12

— tekin aftur 8

— óútrædd 19

Alls 133

II. Þingsályktunartillögur:

a. Bornar fram í Nd. 28

b. Komnar frá Ed. 2

Alls 30

Þar af

þingsályktanir afgr. frá Nd 9

till. afgr. til. Ed. og Sþ. 10

— feldar 2

— vikið frá 3

— tekin aftur 1

— ekki útræddar 5

Alls 30

III. Fyrirspurnum 4 hefir öllum verið svarað.

Eins og menn sjá á þessu yfirliti þá hafa störf þingins yerið mikil og margbreytileg. Hvernig sem dómur þjóðarinnar annars verður um þau, þá er ekki annað hægt: að segja en að starfað hafi verið af alúð og árvekni.

Jeg finn mjer skylt að þakka bæði háttv. þingmönnum og sömuleiðis öllum starfsmönnum þingsins fyrir góða samvinnu, og óska þeim allra heilla.