31.08.1917
Efri deild: 44. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 24 í B-deild Alþingistíðinda. (3769)

Fastanefndir fylltar

Forseti:

Það er rjett, að vjer forsetar þingsins höfum tekið upp þá venju, að þegar maður fer úr fastanefnd, þá tilnefni sá flokkur, er að kosningu hans stóð, mann í hans stað. En hjer er ekki svo ástatt, heldur víkur maður úr öllum nefndum, er hann hefir átt sæti í. Það mætti að vísu hafa sömu aðferð, að flokkurinn tilnefndi mann í hans stað, eins fyrir því, en með því gætu hlaðist ofmikil störf á einstaka þingmenn úr þeim flokki, og það er mjög óheppilegt fyrir vinnubrögð þingsins.

En það þarf að flýta fyrir þessu, og hefi jeg ætlað mjer að athuga málið vandlega eftir fund, og mætti þá kjósa í nefndirnar á morgun.