07.08.1917
Neðri deild: 27. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 812 í B-deild Alþingistíðinda. (396)

14. mál, fyrirhleðsla fyrir Þverá og Markarfljót

Bjarni Jónsson:

Jeg ljet í ljós við 1. umr., út af ummælum háttv. þm. S.-Þ. (P. J.), að jeg teldi ekki vel til fallið að vera að tala um verðhækkunarskatt í þessu sambandi, því að grjóteyrarnar þarna fyrir austan eiga langt í land. En ef almennur verðhækkunarskattur verður ofan á, skal jeg ekki mæla þessa menn undan fremur en aðra. Annars skal jeg geta þess, að ummæli nefndarinnar um verðhækkunarskatt höfðu farið fram hjá mjer. Jeg tók ekki eftir þeim fyr en nú, er háttv. þm. S.-Þ.

(P. J.) las þau. Jeg vona, að skoðun mín verði ofan á, þegar menn fara að hugsa um þetta betur. Það er síður en svo, að jeg sje mótfallinn almennum verðhækkunarskatti. En jeg vil, að eitt gangi yfir alla.