13.09.1917
Efri deild: 56. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 985 í B-deild Alþingistíðinda. (490)

16. mál, dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslumönnum landssjóðs

Forseti:

Það er rjett athugað hjá háttv. 1. þm. Rang. (E. P.), að láðst hefir að leita álits fjárveitinganefndar um tvö fyrstu málin á dagsskránni. Það má má ske segja, að þetta sje yfirsjón hjá mjer, og að jeg hefði átt að veita þessu eftirtekt, en ástæðan til þess, að svo er ekki, er hversu tíminn er naumur. Og jeg hygg, að það sje ekki hægt að leggja þetta neinum til lasts.