27.07.1917
Neðri deild: 19. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 995 í B-deild Alþingistíðinda. (517)

22. mál, vörutollur

Bjarni Jónsson:

Mjer þykir mjög leitt, að stjórnin skyldi taka upp á því að leggja fram þetta frv., og taka ekki þann upp að semja nýtt og betra tollfrv., sem sje að taka upp verðtoll í stað vörutolls.

Þetta er nú að vísu gamalt deiluefni milli mín og hæstv. fjármálaráðherra (B. K.). Skal jeg nú ekki rekast í því, þótt mjer þyki þetta leitt, en vil skora á nefndina að umsteypa frv. og gera vörutollinn að verðtolli, svo að ekki sje miðað við þunga.