25.08.1917
Efri deild: 39. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1005 í B-deild Alþingistíðinda. (544)

153. mál, vitagjald

Magnús Torfason:

Jeg vil leyfa mjer að benda væntanlegri nefnd á það, að hækkunin á vitagjaldinu er æði lítil, úr því að farið er að hækka það á annað borð. Peningar hafa lækkað mjög í verði, og þar sem vitagjaldinu er varið til þess að koma upp vitum og starfrækja þá, er eðlilegt, að það sje hækkað. Farmgjöld hafa hækkað svo gífurlega síðan vitagjaldið var ákveðið, árið 1911, að skipaeigendum er engin vorkunn, þótt þeir greiði hærra vitagjald nú. Vitagjaldið yrði alveg hverfandi, þegar samið væri um farmgjöldin, og yrði því ekkert tillit tekið til þess. Jeg kysi helst, að það yrði hækkað um helming. Þetta er að eins bending til væntanlegrar nefndar.