10.09.1917
Neðri deild: 56. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1037 í B-deild Alþingistíðinda. (592)

5. mál, lögræði

Framsm. (Einar Arnórsson):

Eins og menn sjá er misklíð enn á milli háttv. Ed. og allsherjarnefndar hjer um nöfnin. Háttv. Ed. hefir breytt lögheitunum alstaðar, nema neitunar-ó-i milli samskeyta, vill enn breyta -ræði í -ráð og -ráður í -ráða. Allsherjarnefnd Nd. getur ekki fallist á þessar breytingar, heldur leggur til að breyta frv. í sama horf sem það hafði síðast hjer í deildinni. Þó hefir það orðið að samkomulagi milli allsherjarnefnda beggja deilda að halda lýsingarorðunum -ráða, en að -ráð verði -ræði, eins og hjer í deild var áður samþ., og tekur því nefndin aftur þær breytingar sínar, sem að lýsingarorðunum lúta.