10.09.1917
Neðri deild: 56. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1038 í B-deild Alþingistíðinda. (595)

5. mál, lögræði

Bjarni Jónsson:

Jeg hefi ekki rannsakað hjörtu manna og nýru og skal því ekki segja, hvað nefndin hefir ætlað að gera, en bert er, hvað hún hefir gert. Þessi lýsingarorð á -a eru ófegurri, eins og öll óbeygileg orð óprýða málið, enda er sú ending yngri, sem rekja má með dæmum; t. d. er orðmyndin einmani (karlk.), einmana (kvk. og hvk.) í nefnifalli, en nú óbeygilegt einmana.

Hitt er alveg rjett hjá háttv. framsm. (E. A.), að -ráð táknar nokkuð einstaklegt, en -ræði felur í sjer meira alment.