04.07.1917
Efri deild: 2. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1054 í B-deild Alþingistíðinda. (636)

9. mál, sjúkrasamlög

Hannes Hafstein:

Jeg leyfi mjer að styðja till. háttv. þm. Snæf. (H. St.). Heilbrigðismálin eru svo merkileg mál, að næg ástæða virðist vera til þess að skipa sjerstaka nefnd til þess að athuga þau. Og mig furðar á því, ef sjálfur höfundur þingskapanna er því mótfallinn. Þó að sjerstök nefnd væri kosin í þetta mál, væri það ekkert fordæmi um, hvernig fara skuli með önnur mál.