04.07.1917
Efri deild: 2. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1055 í B-deild Alþingistíðinda. (639)

9. mál, sjúkrasamlög

Forseti:

Jeg vil byrja á því að þakka háttv. 1. landsk. þm. (H. H.) þau orð, sem hann talaði. Jeg veit til þess, að fyrir þetta þing kemur eitt stórt og mikilsvert heilbrigðismálefni, og því vil jeg heldur ráða háttv. deild til að kjósa sjerstaka nefnd í þetta mál, sem svo líka fái það mál til meðferðar. (K. D: Hvaða stórmál er það?) Það er um bæjaskipun á Íslandi. Mjög merkilegt stórmál, og hefir Guðmundur prófessor Hannesson samið það frv.