04.07.1917
Efri deild: 2. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1056 í B-deild Alþingistíðinda. (644)

9. mál, sjúkrasamlög

Kristinn Daníelsson:

Það hefir jafnan verið venja hjer, að það hefir fyrst verið gengið til atkvæða um það, hvort ætti að vísa máli í nefnd eða ekki, en síðan, er nefnd var samþykt, ákveðinn fjöldi nefndarmanna, eða annað, er að nefndunum laut. Jeg verð að skilja atkvgr. áðan svo, að samþ. hafi verið að setja málið í nefnd.