30.08.1917
Neðri deild: 47. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 320 í B-deild Alþingistíðinda. (68)

1. mál, fjárlög 1918 og 1919

Framsm. fjárveitinganefndar (Bjarni Jónsson):

Jeg stend að eins upp til að lýsa undrun minni yfir þeim mótmælum sem hafa komið móti 11., 12. og 13. lið á þgskj.722. Jeg bjóst síst við þeim frá hæstv. forsætisráðherra, sem er »Kultusminister« landsins, því að allar þessar veitingar eru þess eðlis, að hann ætti síst að verða Þrándur í þeirra götu.

Um orðabókina er það sjerstaklega að segja, að þar sem þar hafa orðið mannaskifti, og nefndin er ekki svo harðbrjósta að fella þetta, þá ætti stjórnin ekki að vera til fyrirstöðu, að þessu verði komið í skynsamlegt horf, eins og nefndin nú vill, því ef hún gerir það, þá skal koma hjer fram till. við eina umr. um að fella alveg burtu þennan styrk.

Um 12. lið er ekkert að segja, nema jeg hygg, að hæstv. forsætisráðherra hafi orðið á óvart að segja það um hann, sem hann sagði.