07.09.1917
Efri deild: 50. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1069 í B-deild Alþingistíðinda. (683)

10. mál, fiskiveiðasamþykktir og lendingasjóður

Frsm. (Karl Einarsson):

Háttv. Nd. hefir gert tvær breytingar á frv., eins og það var samþ. hjer í háttv. deild. Önnur breytingin er sú, að sýslunefndir hafi vald til að gera samþyktir um fiskveiðar á bátum, sem eru alt að 30 smálestir að stærð, í stað 20. Sjávarútvegsnefnd þessarar háttv. deildar getur fallist á þessa breytingu, þó því að eins, að ýms ákvæði, t. d. um róðrarbáta, nái ekki til stærri báta.

Aftur á móti getur nefndin ekki fallist á hina breytinguna, að lendingarsjóðsgjaldið skuli ákveðið sem hundraðsgjald af afla, því að þá yrði innheimta gjaldsins ofmiklum erfiðleikum bundin. Það er sem sje ekki hægt að ákveða verðmæti aflans fyr en vertíð er á enda. Og þegar er að ræða um báta, sem eru annarsstaðar frá, þá fara þeir heim til sín þegar vertíð er á enda, og getur þá dregist að innheimta gjaldið. Nefndin álítur því rjettara, að sýslunefnd geti valið um, eftir hvaða aðferð hún leggur gjaldið á skipin. En hins vegar getur hún fallist á, að þegar hundraðsgjald er lagt á skip, þá sje það ekki hærra en l%.

Að svo mæltu leyfi jeg mjer, fyrir nefndarinnar hönd, að leggja til, að háttv. deild samþ. frv. með breytingum nefndarinnar.