23.08.1917
Efri deild: 37. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1075 í B-deild Alþingistíðinda. (693)

12. mál, vegir

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Í 1. gr. frv. er ákveðið, að akbrautin í Austur-Húnavatnssýslu skuli ekki ná lengra en að Vatnsdalshólum. Nú er brautin hjer um bil fullger þangað alla leið; vantar að eins brú á Hnausakvísl. Í fjárlagafrv. stjórnarinnar fyrir næsta fjárhagstímabil er veitt fje til akbrautar í Húnavatnssýslu. Verði nú ekki hægt að fullgera brúna á komandi sumri, verður ekki hægt að vinna þar neitt að akbrautarlagningu, svo að ekki komi í bága við hina fyrirhuguðu breytingu, nema hún verði þegar ákveðin og hægt verði að byrja á Hvammstangabrautinni, sem liggja á á þjóðveginn, hver leiðin sem valin verður fyrir hann.

Hygg jeg því, að eigi geti verið athugavert að fylgja tillögum samgöngumálanefndar, eins og líka hæstv. atvinnumálaráðherra hefir fallist á.