01.09.1917
Neðri deild: 49. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1078 í B-deild Alþingistíðinda. (701)

12. mál, vegir

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg get fallist á það, að ekki sje svo náið samband milli þess, hvernig þjóðvegurinn liggur í Vestur-Húnavatnssýslu og hins, hvernig flutningabrautirnar eru lagðar. Brautin frá Hvammstanga getur komið að fullum notum, þótt þjóðvegurinn liggi ofar en stjórnin gerir ráð fyrir í frv. sínu. Jeg set mig því ekki upp á móti, að frv. sje samþ. eins og það liggur fyrir frá háttv. Ed., og sætti mig við, að látið sje bíða betri tíma að ákveða, hvar þjóðvegurinn í Vestur-Húnavatnssýslu verður látinn liggja.