10.08.1917
Efri deild: 27. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1115 í B-deild Alþingistíðinda. (742)

17. mál, slysatrygging sjómanna

Frsm. (Magnús Kristjánsson):

Brtt. á þgskj. 381 er borin fram af hv. þm. Snæf. (H. St.), og hefir nefndin athugað hana. Mun hún ekki leggja á móti henni, en hefir leyft sjer að koma fram með brtt. við hana, á þgskj. 399, sem einungis er orðabreyting, er nefndin óskar að verði samþ.

Nefndin hefir leyft sjer að bera fram 2 brtt. við 5. gr., á þgskj. 374 Jeg geri ráð fyrir, að háttv. deild muni sjá, að hjer hefir verið reynt að miðla málum sem mest, þar sem nefndin hefir tekið upp ýmsar bendingar, sem fram hafa komið í umr. um málið. Till. eru sniðnar eftir því, sem nefndinni var kunnugt um, að líklegast yrði til samkomulags. Með þeim er reynt að koma í veg fyrir það, að í sumum tilfellum verði þurfandi og nákomnir ættingjar útilokaðir frá skaðabótum. Jeg þarf ekki að fjölyrða meir um brtt. þessar, ef enginn mælir á móti þeim. Hygg, að þær mæli með sjer sjálfar.