31.07.1917
Efri deild: 18. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1138 í B-deild Alþingistíðinda. (775)

18. mál, húsaleiga í Reykjavík

Frsm. (Kristinn Daníelsson):

Í samræmi við það, sem tilrætt varð um við 2. umr. þessa máls, hefir nefndin komið fram með brtt., á þgskj. 207, þess efnis að útiloka þá hættu, er stafar af því, að utanbæjarmenn geti keypt hús frá bæjarmönnum, og að menn geti keypt húsin ofan af leigjendunum. Það er áskilið, að sá, er segir upp húsnæði, hafi verið orðinn eigandi hússins fyrir 14. maí s. 1. Þá er ekki hægt að fara í kringum lögin með málamyndaafsali og bola leigjendum í burt.

Háttv. þm. Ak. (M. K.) hefir komið fram með 2 brtt., á þgskj. 212. Nefndin hefir athugað till. þessar, og gera þær að vísu ekki miklar breytingar. Þær fara fram á að fella í burt orðin »til eigin íbúðar« og »fyrir sjálfan sig«, og er ætlast til, að húseigandi geti ekki einungis tekið húsnæðið handa sjálfum sjer, heldur og t. d. handa sínum nánustu ættingjum. En þar sem það liggur undir úrskurði húsaleigunefndar, hvort hún álíti húseiganda hafa nógu brýna þörf íbúðarinnar, finst mjer þessar brtt. óþarfar, en nefndarmenn hafa óbundnar hendur um atkv. sín um þær.

Jeg vil leyfa mjer að leggja það til, að frv. fái að ganga áfram með breytingu nefndarinnar.