31.07.1917
Efri deild: 18. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1140 í B-deild Alþingistíðinda. (777)

18. mál, húsaleiga í Reykjavík

Frsm. (Kristinn Daníelsson):

Jeg verð að mótmæla því, sem háttv. þm. Ak.

(M. K.) sagði, að lög þessi verki í gagnstæða átt við það, sem þeim er ætlað. Það er áreiðanlegt, að fátækari húsaleigjendur bæjarins finna sig töluvert tryggari síðan lögin voru sett. Og hvað brtt. þm. Ak. (M. K.) snertir, þá miðar hún til þess, hvað sem um hana verður sagt að öðru leyti, að gera leigjendur ótryggari en ella.

En því dettur mjer ekki í hug að neita, að lögin að ýmsu leyti þrengi að rjetti húseiganda.