31.07.1917
Efri deild: 18. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1145 í B-deild Alþingistíðinda. (785)

18. mál, húsaleiga í Reykjavík

Halldór Steinsson:

Viðvíkjandi því, er háttv. frsm. (K. D.) tók fram, skal jeg geta þess, að jeg hefi enga trú á því, að menn fari að gefa málamyndaafsöl fyrir húseignunum. Jeg tel enga hættu stafa af því.

Það sem sagt er, að hjer sje um litlar hömlur að ræða, er ekki rjett, því að ef frv. verður samþykt, getur það ef til vill stöðvað alla húsasölu í Reykjavík. (M. T.: Nei).