20.07.1917
Efri deild: 12. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1164 í B-deild Alþingistíðinda. (811)

21. mál, framkvæmd eignarnáms

Frsm. (Magnús Torfason):

Jeg vil að eins leyfa mjer að benda á, að nefndin hefir athugað nokkuð nánar 4. málsgr. 6. gr., samkvæmt bendingu hv. þm. Seyðf. (Jóh. Jóh.). Breytingin átti ekki að vera nein efnisbreyting, en við nánari athugun kom það í ljós, að gr. mátti gjarnan vera nokkru skýrari en í sjálfu frv. Hvað snertir brtt. við 7. gr., þá býst jeg við, að um hana verði allir á eitt sáttir, að hún sje til bóta.