12.07.1917
Neðri deild: 8. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1187 í B-deild Alþingistíðinda. (861)

35. mál, stefnufrestur

Flm. (Einar Arnórsson):

Jeg stend að eins upp til að þakka hæstv. forsætisráðherra góðar undirtektir. Jeg vildi gjarnan mega bera mig saman við hæstv. forsætisráðherra, þegar frv. er komið til nefndar, um einstök atriði þess, því að jeg veit, að hann er sá dómari hjer á landi, sem flest mál hefir dæmt. Jeg get vel fallist á, að ástæða væri til að taka til athugunar í nefndinni ákvæði þeirra gömlu laga um stefnubirtingu, enda býst jeg við, að það verði bráðlega gert.