20.07.1917
Neðri deild: 15. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1189 í B-deild Alþingistíðinda. (865)

35. mál, stefnufrestur

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg hafði ekki tíma til að tala við 2. umr. þessa máls, og ætla ekki heldur nú að gera athugasemdir við einstök atriði, enda er það orðið of seint. Jeg álít, að hjer sje mjög góð rökfærsla, í sambandi við lög um stefnubirtingu, sem jeg tel mikils virði, en vil þó láta þess getið, að mjer finst fullmikið vald lagt í hendur dómaranna, er þeir skulu ákveða stefnufrestinn. Og það, sem jeg eiginlega hafði að athuga við frv., þótt þess í raun og veru þurfi ekki, er um lög nr. 59, 10. nóv. 1905. Þótt tiltekið sje, að þau falli úr gildi, getur það vitanlega ekki átt við nema um 2. gr. þeirra laga. Á hinn bóginn er jeg ekki alveg viss um, að allir átti sig á því þegar í stað. Rjettara hefði verið að nefna í 18. gr. frv. 2. gr. laga nr. 59, 10. nóv. 1905; þá hefði það verið alveg ótvírætt.

Það er gott, að trygging sje fyrir því, að fresturinn sje nógu langur. Þetta eru eiginlega engin andmæli gegn frv., en sagt til þess, að dómarar tæki tillit til þessa, og að rjettur skilningur á ákvæðum laganna komi hjer fram.