13.06.1918
Efri deild: 43. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1021 í B-deild Alþingistíðinda. (1058)

52. mál, rannsókn mómýra

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg get lýst yfir því, að jeg aðhyllist brtt. háttv. nefndar, þótt þær gangi ekki eins langt og till. frá Nd., og því megi búast við, að árangurinn verði minni, þótt slíkt verði ekki sagt með vissu.

En af því að rannsóknin er hjer ekki bundin við ákveðinn stað og fjárframlagið er takmarkað, þá er brtt. aðgengilegri.

Að vísu getur svo farið, að fje þetta hrökkvi ekki til, sjerstaklega ef þarf að fá útlendan mann til rannsóknanna, en varla mundi mikið um það fengist, þótt farið yrði dálítið fram úr því, sem áætlað er hjer í brtt., og mætti þá, eins og háttv. frsm. (G. G.) tók fram, bæta því í fjáraukalög síðar.

Jeg vil því leggja það til, að brtt. verði samþ.