21.06.1918
Sameinað þing: 4. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1030 í B-deild Alþingistíðinda. (1066)

52. mál, rannsókn mómýra

Atvinnumálaráðherra (S. J):

Mjer virðist liggja beinast við að skilja svo orð háttv. frsm. Nd.nefndarinnar (P. J.), að nefndin búist við, að ekki verði lengra gengið en að nota þann besta kraft, sem til er hjer á landi til rannsóknarinnar. Enda liggur málið nú svo fyrir, að örðugt mun hjeðan af í sumar að fá hæfan mann frá útlöndum. Og ef það reynist ekki bægt, mun stjórnin reyna að fá þann hæfasta, sem völ er á, en hvort tilgangurinn næst þá, með þessari aðferð, getur orðið álitamál. En ef innlendur maður yrði notaður, hygg jeg, að komast megi nokkuð langt með þeirri fjárhæð, er háttv. frsm. Ed.nefndarinnar (G. G.) hefir lagt til að veitt yrði.