14.06.1918
Neðri deild: 49. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1100 í B-deild Alþingistíðinda. (1154)

78. mál, hækkun á styrk til skálda og listamanna

Bjarni Jónsson:

Jeg hafði ekki sagt, að stjórnina brysti lagaleyfi til þess að gera till, en það hefir verið samkomulag hjer á þingi að nefna ekki nöfn, heldur láta nefndina um það að vega menn, og láta hana og þm. tala um það heima hjá sjer, en setja nöfnin ekki í fjárlögin. Stjórnin hefir lagarjettinn til þess að nefna nöfn, en það er illa til fundið og ekki samkvæmt því, sem áður hefir verið venja.

Mjer skildist, að háttv. sessunautur minn (S. St.) vildi gera meira úr söguskáldinu heldur en ljóðskáldinu, en það hefði hann síst átt að gera, því að jeg hefi sannspurt, að hann hafi eitt sinn borið sigur úr býtum í kosningahríð á Ísafirði af því, að hann, er mest reið á, las upp kröftugt kvæði eftir þetta ljóðskáld.